Mið 
            18.ágú 2004
            
            [email protected], [email protected]  
            Ásgeir Sigurvinsson í 
            einkaviðtali eftir leikinn 
            Við hittum Ásgeir Sigurvinsson annan af 
            landsliðsþjálfurunum að máli eftir leik. 
             
            Þið bara yfirspiluðuð Ítalina í fyrri 
            hálfleik:  
            Í fyrri hálfleik já, þetta var stórkostleg byrjun hjá okkur og það 
            var bara sorglegt að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við 
            spiluðum frábærlega vel í fyrri hálfleik sérstaklega og hefðum 
            reyndar getað bætt við mörkum í seinni hefðum við nýtt 
            skyndipphlaupin okkar betur. Í heildina er ég mjög sáttur við þetta.
             
             
            Frábær vörn, Ítalarnir áttu nánast bara langskot, þú hlýtur að 
            vera sáttur við vörnina og liðsheildina, baráttan skein í gegn:
             
            Þeir fengu engin alvöru færi. Ég er mjög mjög sáttur. Karakterinn í 
            liðinu var frábær og menn sjá það bara að það er samkeppni um stöður 
            og leikurinn í kvöld bar þess merki að menn þurfa að leggja sig fram 
            til að ná góðum úrslitum og menn vita það.  
             
            Þetta gefur góð fyrirheit fyrir leikinn á móti Búlgörum:  
            Ég hefði gjarnan viljað fá þrjú stig fyrir þennan leik en því miður 
            er nú ekki. Þetta gefur góðan byr fyrir leikina gegn Búlgörum og 
            Ungverjum.  
             
            Hverjar eru væntingarnar fyrir undankeppni HM?  
            Við ætlum að reyna að gera betur en síðast og stefnan sett hátt. Við 
            vitum það að við erum í mjög erfiðum riðli en við munum gera okkar 
            besta.  
             
            Áhorfendurnir hvernig fannst þér þeir?  
            Frábært. Þetta náttúrulega sýnir það að við þurfum stærri völl hérna 
            og þegar að við fáum stórlið í heimsókn þá þurfum við hafa nánast 
            tuttugu þúsund manna völl. Þetta er frábær stemming og ég held að 
            allir hafi farið sáttir heim, ánægður og glaðir. 
            
            
            [email protected], [email protected] 
             
            
              
  |