Mið
18.ágú 2004
[email protected], [email protected]
Gylfi og Birkir í spjalli
eftir leikinn
Við tókum létt viðtöl við kappana Gylfa Einarsson og
Birki Kristinsson eftir leikinn í kvöld en Gylfi skoraði einmitt
annað markið og Birkir stóð fyrir sínu þegar hann fékk eitthvað að
gera.
Þetta var frábær sigur hjá ykkur:
Já.. mjög skemmtilegur sigur. Frábært að vinna Ítali.
Það hefur ekki verið leiðinlegt að skora sitt fyrsta
landsliðsmark í þessum leik:
Það var góð tímasetning. Nú er ísinn brotinn og nú er hægt að skora
fleiri.
Nú fékkstu treyjuna hans Nesta, er þetta frægasti leikmaðurinn
sem þú hefur fengið treyju hjá?
Jájá ég held að hann sé sá frægasti. Mig langaði að fá treyjuna hans
því hann spilar með AC Milan sem er svona mitt lið á Ítalíu, gaman
að því.
Birkir
Kristinsson:
Þetta hefur verið mjög sætt að enda landsliðsferilinn á svona
leik: Jájá, það var náttúrulega ekki hægt að hugsa sér betri
endi á landsliðsferilinn heldur en akkúrat þetta að vinna Ítalína
hérna heima með tveimur mörkum.. það er bara eins og einhver
draumur, það er ekki hægt að hugsa sér þetta betra.
Er enginn möguleiki á að þú komir aftur?
Hehe.. neinei þetta er náttúrulega bara lokaleikur og maður hugsar
ekki út í það. Maður á eftir að klára mótið með Eyjamönnum þannig að
það er bara næsta verkefni sem er fyrir höndum. Næsta verkefni
landsliðsins er 4. september en það verður einhver annar á mínum
stað þá.
Ertu að gefa það út að þú ætlir að hætta eftir tímabilið með
ÍBV??
Nei ég var ekki að segja það, ég er ekki búin að ákveða það en það
fer að líða að lokum.
Þessi treyja sem þú ert í er af Gianluigi Buffon, hefurðu fengið
treyju hjá frægari leikmanni en honum?
Nei ekki þegar maður hugsar það akkúrat núna en maður hefur fengið
treyju frá spænsku markmönnum og frá brasilíu en akkúrat þegar ég
hugsa um það í augnablikinu þá held ég að hann sé sá frægasti.
[email protected], [email protected]
|