Fréttir

Fim 19.ágú 2004
Íslenskur ísjaki sökkti Titanic-ítölum
Ítalska íþróttablaðið vinsæla er stóryrt í grein sinni um leik Íslendinga og Ítala sem fór fram í kvöld og líkir Íslandi við ísjakann sem sökkti Titanic um árið. Í fyrirsögn blaðsins segir: Ísland kældi ítalska lið Lippi og í kjölfarið kemur frétt um leikinn sem hefst á þessa leið:

Lélegir bláir (azzurri) töpuðu 2-0 fyrir baráttuglöðum Íslendingum.
Reykjavík, 18 ágúst 04.
Landslið Lippi átti að vera upphafið að einhverju nýju og góðu, en staðreyndin var sú að Ítalía virtist ennþá vera lokuð vegna sumarleyfa. Aðeins með þessum hætti er hægt að útskýra tap Ítala gegn Íslandi. "


Annars staðar í blaðinu segir:
Ísland breyttist í ísjaka sem drekkti Titanic-ítölum. Eða kannski skemmtilegra að orða svona: íslenskur ísjaki sökkti Titanic-ítölum.

 
Designed by DesignEuropA.com Heim