Fréttir

Fim 19.ágú 2004
Aðsóknarmetið fallið
Það kom loks að því, aðsóknarmetið á knattpyrnuleik á Íslandi er fallið. All mættu 20.204 áhorfendur á leik Íslendinga og Ítala á Laugardalsvellinum í kvöld er Íslendingar unnu Ítalíu 2-0. Þessi miðafjöldi var fjöldi allra prentaðra miða sem höfðu verið útbúnir fyrir leikinn en ljóst er að margir munu geyma minninguna af því að hafa verið á staðnum er þetta gerðist áratugi fram í tímann enda ekki útlit fyrir að hægt verði að slá metið aftur. Síðasti miðinn seldist í miðasölunni fyrir utan Laugardalsvöllinn um klukkustund fyrir leik.

Fyrra metið var sett á sama velli 18. september 1968 er áttust við Valur og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Þá mættu 18.194 áhorfendur í Laugardalinn.

Eins og kom fram í viðtali við Hemma Gunn og Henson á Ísland Ítalía síðunni okkar eru þó margir sem telja metið ekki hafa fallið í gær af tveimur ástæðum. Annarsvegar því þegar gamla metið var sett voru það 10% þjóðarinnar sem sáu leikinn og hinsvegar því allir miðar á fyrri leikinn voru seldir en í þetta sinn voru margir miðar gefnir til velunnara styrktaraðila KSÍ.

Þó er ljóst að enginn getur deilt um að fjöldi áhorfenda hefur aldrei verið meiri og stemmningin var góð á meðal þeirra íslensku enda okkar menn að spila glimrandi bolta og unnu verðskuldaðann 2-0 sigur.



 
Designed by DesignEuropA.com Heim