Fim
19.ágú 2004
[email protected]
Þrír
handteknir á leiknum
Þrátt fyrir að mest allt hafi gengið vel fyrir sig á landsleik
Íslands og Ítalíu í kvöld er rúmlega tuttugu þúsund manns mættu í
Laugardalinn var eitthvað um smá vandræði sem lögregla þurfti að
sinna. Þannig virtist sem barn hafi meiðst eftir hoppað úr stæðum
niður á völl eftir að vallarþulur hafði gefið börnunum leyfi til að
fara niður. Auk þess handtók lögregla þrjá menn eftir að leiknum
lauk. Tveir þeirra voru járnaðir og fjarlægðir í grasinu fyrir
framan hlaupabrautina en sá þriðji nokkru síðar við hvítt tjald sem
komið hafði verið upp á svæðinu en tjaldið skemmtist eitthvað við
átökin. Myndin hægra megin er tekin af síðustu handtökunni og myndin
að neðan er annar hinna tveggja voru fjarlægðir.
|